Kæru vinir! Enn og aftur leitum við til ykkar eftir aðstoð. Framundan er hinn árlegi páskabasar til styrktar kisunum í Kattholti, eða laugardaginn 19. mars n.k. kl. 11 til 16.
Langar okkur að biðja bakarana okkar víðfrægu að bretta upp ermar enn einu sinni. Alltaf líka pláss fyrir fleiri!
Sjáum fyrir okkur að gaman væri að bjóða upp á kökur, tertur og brauð eða jafnvel páskaegg!
Skraut tengt kisum og páskum er líka vel þegið.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á póstfangið: kattholt@kattholt.is
Í tilefni 40 ára afmælis KÍS bjóðum við upp á hressingu á basarnum. Fögnum og gerum daginn eftirminnilegan !
Allt fyrir kisurnar!