Páskabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 19. mars kl. 11 til 16.

Á boðstólum verða kökur og brauð, sem kattavinir gefa til styrktar kisunum, auk margra góðra muna, s.s. kisudót, páskaskraut og margt fleira.

Nokkrar yndislegar kisur, sem þrá að eignast ný heimili taka á móti gestum.

Það væri vel þegið að fá hjálp við bakstur fyrir basarinn og koma með í Stangarhylinn milli klukkan 10-11 á laugardagsmorgun. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á póstfangið: [email protected]. Skraut tengt kisum og páskum er líka vel þegið.

Í tilefni 40 ára afmælis KÍS bjóðum við upp á hressingu á basarnum. Fögnum og gerum daginn eftirminnilegan.

Allir dýravinir hjartanlega velkomnir.