Sagan af Mosa

2 okt, 2006

 

Sagan af Mosa og hugprýði hans er saga af litlum kisa sem lenti í þeirri ótrúlegu raun vorið 2003 að týnast eftir bílveltu uppi á Holtavörðuheiði.

 

Þar ráfaði hann um með aðra framlöppina brotna,matarlaus í kulda og vosbúð uns hann fannst nærri fimm vikum síðar.Sagan sem byggist á staðreyndum úr lífi Mosa er því bæði sönn og mikið ævintýrri í senn.

 

Sagan greinir frá aðdraganda ferðarinnar örlagaríku,hrakningunum á heiðinni og dvöl Mosa í Kattholti þar til hann kemst loks á gott heimili.

 

Höfundur sögunnar er Halldór Guðmundsson en ljósmyndir og útlit bókarinnar eru eftir Önnu Björnsdóttur, en þau eru eigendur Mosa í dag. Teikningar eru eftir Halldór Baldursson.

 

Sagan af Mosa er hetjusaga sem á erindi jafnt við fullorðna sem börn og lætur engan dýravin ósnortinn.