Fallegi kisustrákurinn er farinn heim. Sóttur í morgunn af eiganda sínum.

22 jan, 2010

Þegar starfsmaður í Kattholti kom til vinnu sinnar í morgunn,

 

var tómur kassi fyrir utan athvarfið.

 

Starfsmaðurinn hóf þá leit og fann loks þessa fallegu kisu fyrir utan athvarfið.

 

Við skoðun kom í  ljós bröndóttur loðinn högni, ómerktur.

 

Hann er í mjög góðu standi, fallegur feldur og mjög blíður og vill bara kela við okkur.

 

Ekki er vitað hvenær litla skinnið var settur út.

 

Vonandi ekki í óveðrinu í gærkveldi.

 

Velkomin í Kattholt elsku vinur.

 

Næsta skref er að finna nýtt heimili fyrir þig.

 

Kær kveðja .

 

Sigríður Heiðberg formaður.