Minning um Tómas.

17 jan, 2010


Heil og sæl Sigríður og gleðilegt ár.

 

Hann Tómas okkar kvaddi okkur þann 29. desember sl. tæplega 14 ára gamall.

 

Hann var orðinn svo heilsutæpur, átti erfitt með andadrátt og hrjáðist af sífelld magakveisu sem þýddi að hann nærðist ekki.

 

Það var því ekki annað í stöðunni en að leyfa honum að sofna svefninum langa. Mikil ró yfir honum þegar hann sofnaði.

 

Við viljum þakka þér og starfsfólki þínu fyrir þá frábæru umönnun sem hann Tómas fékk hjá ykkur þegar hann var gestur hjá ykkur.

 

Hans er sárt saknað af fjölskyldunni en við þökkum fyrir alla þá gleði sem hann veitti okkur og öðrum.

 

Bestu kveðjur,

Hafdís og Ólafur.

 

Kæru vinir.

Það var alltaf gaman að fá Tómas í gæslu í Kattholt.

Þegar dýrin okkar kveðja, upplifum við sorg og söknuð.

Tómas ykkar bjó við elsku ykkar og öryggi, það gera ekki allir kettir, því miður.

Blessuð sé minning hans.

 

Kær kveðja Sigga.