Matthildur Mús tapaðist 1. júlí frá Akranesi.
Dýravinur fann hana við Sorpu í Hafnarfirði og kom með hana í Kattholt 6. júlí.
Heima biðu 4 kettlingar .
Eigandi læðunnar datt ekki í hug að hún gæt verið í Kattholti.
Það var ekki fyrr en hún fór inn á heimasíðu Kattholts að hún sá dýrið sitt.
Trúlega hefur kisan farið inn í bíl.
Myndin sýnir hamingjusama fjölskyldu með Matthildi Mús í fanginu.
Til hamingju kæra fjölskylda. Takk fyrir Kattholt.