Ég varð að sýna þér þessar sætu myndir af nýjasta fjölskyldumeðlimnum og láta þig vita hvernig gengi. Ég er líka með dálítið fyndnar fréttir en það kom í ljós að litla dúllan er strákur eftir allt saman.
Hann hefur eflaust verið það horaður þegar hann kom að það var erfitt að kyngreina hann en það fer ekkert á milli mála núna, þetta er strákur. Hann hefur fengið nafnið Nökkvi Hrafn og er að sjálfsögðu Smith eins og aðrir fjölskyldumeðlimir.
Það er allt annað að sjá hann og hann hleypur út um allt voða hamingjusamur. Hann eltir Gretti af aðdáun sem er nú ekkert yfir sig hrifinn af litla bróðurnum en Freyja er voða góð að leika við hann og kúrir með honum og sleikir á honum kollinn þess á milli.
Svo kúrir hann hjá mér og finnst gott að fá smá klapp og knús af og til. Hann borðar vel og drekkur mikið og ætlar greinilega að verða stór og flottur enda strax orðinn þvílíkur töffari með nýju brúnu leðurólinu sína.
Kveðja, Svanhvít, Grettir, Freyja og Nökkvi litli.
Svanhvít er starfsmaður í Kattholti.