Eftirfarandi tilkynningu v/flugeldasýningar laugardaginn nk. fyrir hönd Dýraverndarsambands Íslands:
Að gefnu tilefni eru eigendur dýra á höfuðborgarsvæðinu hvattir til að gera ráðstafanir og hlúa vel að dýrum sínum v/flugeldasýningar á Menningarnótt á laugardaginn nk.
Dýr eru ákaflega hrædd við flugelda og því er hætta á að þau grípi ofsahræðsla og fælist frá heimilum sínum eða heimahögum.
Því er mikilvægt að fylgjast vel með þeim og halda þeim innivið sé þess kostur.
Í fyrra varð banaslys í umferðinni á Menningarnótt en hross fældust og lentu fyrir bíl. Slysið varð við vegamót Vesturlandsvegar og Þingvallarvegar um miðnætti.
Líklegt þykir að flugeldasýningin hafi fælt hrossin eða átt þar hlut að máli. Dýraeigendur eru því beðnir að byrgja brunninn og gæta vel að dýrum sínum um kl. 23:00 á laugardaginn, dýrum og mönnum til heilla.
Með kærri þökk og kveðju,
Linda Karen Gunnarsdóttir
Talsmaður DÍ