180 óskilakisur eru í Kattholti um þessar mundir.
Á 19 árum sem Kattholt hefur starfað, hafa aldrei fleiri yfirgefin dýr verið hér.
Svo sorglegt sem það er, verður ekki hjá því komist að mikill fjöldi katta, verður svæfður hér eftir helgina.
Álag er mikið á starfsfólki og ekki er rúm fyrir fleiri í athvarfinu.
Oft hafa erfileikarnir verið miklir hér, en aldrei sem nú.
Kær kveðja til dýravina.
Sigríður Heiðberg.