Elsku Sigríður og þið hin í Kattholti.
Krúsí, sem tapaðist frá Holtagerði 36 í Kópavogi þann 17.júní sl. er
fundin.
Hún hafði verið týnd í 8 daga og ráfað alla leið inn á
Fjólugötu 11 í miðbæ Reykjavíkur og vældi sig inn á íbúa þar sem gáfu
henni að borða.
Í dag hringdu þau svo í kattholt og út frá myndum á
kattholtsvefnum fundu þau myndina af Krúsí og höfðu samband við mig.
Ég er svo þakklát fyrir ykkar starfsemi.
Ég hafði heitið 10.000 krónum
á Kattholt ef Krúsí fyndist og hef þegar staðið við mitt og lagt inn á
ykkur.
Kærar þakkir fyrir ykkar frábæra starf.
kv. Ester Ingvarsdóttir og fjölskylda.
Fyrir hönd Kattavinafélags Íslands, vil ég þakka fyrir styrkinn,
Kveðja Sigríður Heiðberg formaður.