Dagatal Kattholts er komið í sölu!

3 nóv, 2020

Dagatal Kattholts er nú komið í sölu hér hjá okkur í Kattholti á auglýstum opnunartímum.

Lubbi Lubbason prýðir forsíðuna eins og honum einum sæmir, en myndirnar eru hverjar annarri glæsilegri. Þær eru eftir @thordisreynis ljósmyndara og þökkum við henni kærlega fyrir.

Dagatalið kostar 2.200 krónur og rennur allur ágóði til handa kisunum okkar í Kattholti.