Kæru vinir og velunnarar Kattholts!
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki hefðbundinn jólabasar haldinn í ár.
Í hans stað verður boðið upp aukið vöruúrval í netverslun okkar.
Þar verða til sölu ýmsar vörur tengdar kisum, glæsilegt dagatal f. árið 2021, jólamerkimiðar,
gjafapokar, úrval af handverki, kertum og fleiru tengt jólum.
Nýjung sem í boði verður eru gjafabréf þar sem valin upphæð fer óskipt til reksturs Kattholt.
Basarsala er orðin rík hefð í starfi félagsins og mikilvæg tekjuöflun fyrir reksturinn og hefur
fengið frábærar viðtökur kattavina. Það er því einlæg ósk okkar að netsölunni verði vel tekið.
Vörur má að sjálfsögðu sækja í Stangarhyl 2 og verða auglýstir sérstakir afhendingartímar.
Að sjálfsögðu sendum við hvert á land sem er á kostnað kaupenda.
Minnum á styrktarreikning Kattholts: 0113 26 767 kt: 550378-0199
Verið hjartanlega velkomin!