Bjartur í Kattholti sendir ykkur kveðju.

29 apr, 2008

Myndin er af Bjarti  sem er heimiliskisan í Kattholti.  Líf hans hefur breyst mikið.


 


Hann var útigangur í tvö ár í Mosfellsbænum þar til hann var fluttur í Kattholt í nóvember 2004.


 


Nú hefur hann tekið upp á því að vilja vera á skrifstofunni og fylgjast með . Trúlega fyrir hönd kattanna sem dvelja hér.


 


Hann fær að fara út en fer aldrei af lóðinni.  Ég er nú líka að monta mig af honum , því hann er svo fallegur og frískur kisustrákur.


 


Mikið vildi ég að allir kettir hefðu það eins gott og hann.


 


Bjartur biður kærlega að heilsa ykkur .


Kveðja.


Sigga fósturmóðir.