Illa farin högni finnst í borgarlandinu.

28 apr, 2008

25. apríl var gulbröndóttur högni veiddur af starfsmanni Reykjavíkurborgar og fluttur í Kattholt.

 

Hann fannst við Baldursgötu í Reykjavík. Hann er mjög hræddur og hef ég beðið með að taka af honum mynd.

 

Feldurinn á dýrinu er skelfilegur og er hann trúleg búinn að vera á vergangi í mörg ár. Hann er nú kominn í skjól með mat og hlýju.

 

Tíminn mun leiða í ljós hvort hægt verður að bjarga honum.

 

Velkominn í Kattholt vinur.

 

Kær kveðja.

 

Sigga.