Berst fyrir lífi sínu

27 feb, 2007

Svartur og hvítur loðinn kisustrákur kom í Kattholt 14.febrúar sl.   Hann var fjarlægður af heimili vegna vanrækslu.
Hann er mjög horaður,  litla skinnið og verður reynt að koma honum til heilsu.


22.febrúar var litli kisustrákurinn lagður inn á Dýraspítalann í Víðidal og hefur hann barist þar fyrir lífi sínu undanfarna daga.  Sjúkrasjóðurinn Nótt mun greiða sjúkrakostnaðinn.


Við þökkum þeim sem hafa styrkt sjóðinn, dýrunum okkar til blessunnar.


Kisustrákurinn hefur fengið loforð fyrir góðu heimili.