Bröndóttur, ljúfur högni kom í Kattholt 27. febrúar.  Hann var myndaður og skráður eins og allar kisur sem í Kattholt koma.  Strax daginn eftir var haft samband við athvarfið og okkur tilkynnt að þetta væri Oliver,  hann væri 7 ára gamall og væri búinn að vera týndur í 4 mánuði.

 

Myndin sýnir Oliver í fangi fjölskyldu sinnar eftir 4 mánaða aðskilnað.