Okkur er ánægja að tilkynna að jólabasar verður haldinn í Kattholti 3. desember.
Gjafavara og kisutengdur varningur óskast fyrir basarinn og þeir sem vilja gefa geta komið með það í Kattholt á opnunartíma 9-15 á virkum dögum og 9-11 á laugardögum.
Við leitum einnig til kattavina sem eru tilbúnir að baka fyrir okkur (t.d. smákökur og tertur). Okkur þætti vænt um að bakarar sendu okkur póst á [email protected].
Hvetjum alla sem hafa tök á að aðstoða okkur með þetta svo við getum haft basarinn sem glæsilegastan.
Með fyrirfram þökk,
basarnefnd