Ályktun Kattavinafélags Íslands um bann við lausagöngu katta á Akureyri.
Kattavinafélag Íslands harmar ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um bann við lausagöngu katta sem taka á gildi árið 2025. Stjórn félagsins óttast þau neikvæðu áhrif sem bannið mun hafa á velferð katta í bænum. Stjórnin skorar því á bæjarstjórn að huga að velferð katta, í samræmi við gildandi dýravelferðarlög, og hvetur bæjarstjórnina til að endurskoða þessa ákvörðun í samráði við bæjarbúa.
Stjórn KÍS