Við í Kattavinafélagi Íslands sendum aðstandendum Önnu Kristine Magnúsdóttur Mikulcákova okkar innilegustu samúðarkveðjur, en hún lést þann 6. janúar s.l. Útförin fór fram föstudaginn 4. febrúar.

Anna Kristine var formaður Kattavinafélags Íslands 2011-2013. Hún skipulagði meðal annars styrktartónleika í Fríkirkjunni árið 2011 þar sem ýmsir góðkunnir tónlistarmenn og kattavinir gáfu vinnu sína til styrktar athvarfinu.

Mikil baráttukona fyrir hagsmunum katta er fallin frá og minnumst við hennar með þakklæti.