✨ Angelica ✨
 
Angelica fannst við Dalsel í breiðholti þann 9. mars sl, ómerkt og ólarlaus. Hún kom til okkar með mjólk í spenum og fótbrot sem ekki var hægt að laga. Enginn hefur borið sig eftir læðunni og kettlingarnir hennar hafa því miður ekki fundist, þrátt fyrir mikla leit á svæðinu. Angelica þurfti að fara í stóra aðgerð í morgun þar sem fóturinn var fjarlægður og er hún því þrífætt í dag ❤️
 
Við í Kattholti ætlum að sækja um styrk frá sjúkrasjóðnum NÓTT til þess að bera kostnað af aðgerðinni hennar. Ef þú getur hjálpað Angelicu og fleiri heimilislausum kisum, þá er hægt að millifæra á reikninginn hér:
 
0113-05-065452
Kt. 550378-0199
https://kattholt.is/sjukrasjodurinn-nott/
 
Angelica er dugleg að borða og tekur vel í það stóra verkefni að hafa bara þrjár fætur. Hún er þó frekar óörugg hér hjá okkur, innan um hinar kisurnar, svo við óskum eftir rólegu barn- og dýralausu fósturheimili næstu mánuði á meðan hún jafnar sig í rólegheitunum ❤️ Áhugasamir geta sent tölvupóst með helstu upplýsingum á netfangið [email protected]
 
❤️❤️❤️❤️