Akið varlega!!!!

6 nóv, 2011

Nú er kominn sá árstími sem farið er að skyggja mjög skyndilega og síðustu daga hefur skyggni í Reykjavík oft verið afar slæmt. Því miður höfum við fengið of margar tilkynningar um dánar kisur á síðustu þremur dögum.


Á einhverjar þeirra hafði verið keyrt og þær látið lífið með þeim hætti.


Kattavinafélag Íslands beinir þeim tilmælum til ökumanna og fólks á mótorhjólum og reiðhjólum að aka sérstaklega varlega, einkum í hverfum þar sem vitað er að margir kettir búa.


Víða er hámarkshraði í íbúahverfum 30 km og biðjum við fólk að virða þann hraða. Kettir eiga til að skjótast fyrir bíla mjög snögglega og aðeins með því að aka hægt og vera með góðar rúðuþurrkur og ljós og athyglina í lagi, getum við forðað kisunum frá slysi eða dauða.


Með kærri kveðju
Kattavinafélag Íslands/Kattholt/Anna Kristine.