Að gefnu tilefni biður Kattavinafélag Íslands þá sem ganga fram á dáin dýr að hringja umsvifalaust í lögreglu. Það getur skipt meginmáli hafi dýr verið drepið til að sá seki finnist.
Þá vill Kattavinafélagið vekja athygli á því þar sem nú fer Hvítasunnan í hönd og sumarfrí að hefjast að Hótel Kattholt, Stangarhyl 2, tekur ketti í gistingu og umönnun.
Verð fyrir eina kisu eru kr. 1.200 en séu tvær kisur sem deilt geta búri (af sama heimili t.d.) er kostnaðurinn 1.700 krónur á sólarhring.
Alltof mikið af köttum hafa fundist á vergangi síðustu vikur og biðjum við dýraeigendur því vinsamlega að taka tillit til að þarna er hægt að koma dýrunum í gott öryggi og fara sjálfir áhyggjulausir í fríið.