Er starfsfólk kom til vinnu sinnar í morgunn var búr með kisu í fyrir utan Kattholt.
Er búrið var opnað kom í ljós lítil grá undurfalleg hrædd læða.
Hvað fær fólk til að bera út dýrin sín ? eins og það sé að kasta út rusli.
Það er meira en tárum tekur að horfa á blessuð dýrin okkar í vanmætti sínum.
Velkomin í skjól kisan okkar. Ég mun reyna allt sem ég get til að finna þér nýtt og ábyrgt heimili .
Við skulum öll hjálpast að að gera líf dýranna okkar ánægjulegt.
Kveðja til dýravina.
Sigríður Heiðberg formaður.