Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um hund sem var bundinn fyrir utan Kattholt.
Ég fór á staðinn og í ljós komu 4 pappakassar með 4 hvolpum í ca 3 mánaða. Alls 5 .
Dýrin voru mjög glöð þegar þau voru tekin upp úr kössunum litlu skinnin, utan einn sem var í loftlausum kassa.
Lögreglan kom á staðinn og aðstoðaði mig með dýrin og vil ég þakka þeim alla hlýju er þau sýndu þessum yfirgefnu hundum.
Viðmót þeirra og öll framkoma var til fyrirmynda.
Það var eiginlega ekki fyrr en ég kom heim að það þyrmdi yfir mig og ég hugsaði, hvernig getur fólk komið svona fram við varnarlaus dýr.
Hundarnir allir eru komnir í skjól.
Ég sendi ykkur þessa frétt til umhugsunnar.
Sigríður Heiðberg formaður.