31.maí fer Rasmína heim frá Kattholti með eigendum sínum eftir 1 árs aðskilnað.

31 maí, 2009


Gulbröndótt og hvít læða gaut 4 kettlingum í holu í Grafarvogi í Reykjavík.


 


Hún kom í Kattholt 20. Maí sl. Við skoðun kom í ljós að hún er örmerkt 352206000049938 og heitir Rasmína.


 


Ég fór inn á heimasíðu Kattholts undir eftirlýstir kettir, kom í ljós að hún  hafði tapaðist fyrir 1 ári frá Garðabæ.


 


Strax var haft samband við eigendur hennar og verður hún sótt í dag með börnin sín.


 


Til hamingju kæra fjölskylda.


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.


 


 


                                            Skýrsla Rasmínu.


Álftanes – Týnd.   25. mars 2008
Rassmína fór frá Birkiholti á Álftanesinu fyrir rúmri viku og hefur ekki skilað sér heim.  Hún er innikisa og því óvön því að vera úti.  Rassmína er rúmlega 2,5 árs gömul, hvít og gulbröndótt. Hún er frekar lítil.  Hún er ekki með ól en er örmerkt með númerinu : 352206000049938.  Hennar er sárt saknað.  Kær kveðja, Sigrún.