23. nóvember fer Ladý til fósurmóður.

20 nóv, 2007

Ég óska eftir fósturmóður fyrir læðu sem á von á kettlingum.  Það er afar erfit að koma  kettlingum á legg  í athvarfinu.  Læðan hefur verið nefnd Ladý.  Hún er afar blíð og falleg .


Skrýslan um kisuna.


Þrílit læða fannst í apríl við Lindarbraut á Seltjarnarnesi.


 


Hélt hún til undir palli við húsið. Smátt og smátt fór hún að gefa sig að íbúum hússins og fá matarbita.


 


Hún vildi ekki vera innandyra og fór alltaf undir pallinn. Eftir  langan tíma birtist hún með l kettling sem fljótlega var farinn að borða með henni.


 


Fjölskyldan var farin að kvíða vetrinum.


 


Dýrin komu í athvarfið 25. október.


 


Það er alltaf jafn sorglegt hvað margir kettir eru yfirgefnir af eigendum sínum .


 


Þá er gott að vita af fólki sem sýnir dýrunum okkar elsku og virðingu.


 


Fyrir það vil ég þakka.


Sigríður Heiðberg.