Bangsi
Snotra og Mjöll


Ég sendi þér hér nokkrar myndir af kisunum mínum þremur, þeim Snotru, Mjöll og Bangsa. Snotru fékk ég fyrir tveimur og hálfu ári síðan.


Mjöll fékk ég hjá ykkur í Kattholti fyrir rúmu ári síðan. Bangsa ættleiddi ég svo hjá ykkur í Október s.l.


Þetta eru allt góðar og yndislegar kisur og allar hver með sína sérstöku skapgerð. Það tók Snotru og Mjöll svolítinn tíma að venjast Bangsa og enn í dag er Mjöll ekki orðin fullkomlega sátt við hann, en hún umber hann þó og ég veit að hún á eftir að taka hann í sátt.


Ég vil þakka ykkur í Kattholti fyrir þessar tvær yndislegu kisur sem ég fékk hjá ykkur og veita mér mikla gleði. Mjöll er þessi með gulu augun. Snotra er með annað augað blátt og hitt brúnt. Bangsi er svartur og hvítur og mjög loðinn. Hann var rakaður í Kattholti og tekur feldinn um eitt ár að vaxa að nýju.


Bestu kveðjur, Díana.