Vanræktar kisur eru víða um borgina.

16 nóv, 2007










Grábröndótt læða fannst grindhoruð við Þingás í Reykjavík. Kom í Kattholt 15. nóvember sl.


 


Við skoðun kom í ljós að hún er örmerkt . 


 


Hún fór á nýtt heimili frá Kattholti 18. janúar 2007  ásamt systur sinni.


 


Ég hringdi í skráðan eiganda hennar.


 


Systurnar er búnar að vera týndar í tvær vikur, án þess að tilkynning hafi borist um það í Kattholt.


 


Kisa fannst ekki langt frá heimili sínu. Systir hennar er ófundin.


 


 


Sumir dagar í Kattholti eru dimmir .


Kær kveðja.


 


Sigríður Heiðberg. Formaður.