2 mánaða kisustrákur skilinn eftir fyrir utan Kattholt

3 nóv, 2006

2 mánaða kisustrákur fannst rennandi blautur  í tösku á planinu við Kattholt. Allt er gert til að koma hlýju í litla kroppinn sem skelfur mikið og horfir bænar augum á starfsmanninn.


Stundum fallast manni hendur við slíkan atburð. Þá er aðeins eitt að gera, að rísa upp og halda starfinu áfram, og bjarga kisunum okkar.


Velkominn í skjól elsku kisubarn.


Takk fyrir Kattholt.


Sigríður Heiðberg.