17. mars fór læðan með afkvæmi sín til fósturmóður.

13 mar, 2009

Yndisleg gráyrjótt læða kom í Kattholt 13. Mars sl.


 


Hún var ekki ein á ferð, því 5 kettlingar hvíldu við brjóst hennar.


 


Hún kom frá Reyðarfirði, og lenti þar í vandræðum og ákvað ég að veita henni skjól í athvarfinu.


 


Því lengur sem ég umgengst dýrin , því meira heillast  ég af æðruleysi þeirra og elsku til afkvæma sinna.


 


Ég er samt að leita að fósturmóður til að sinna henni og kisubörnunum sem eru aðeins 4 vikna.


 


Velkomin í skjól elsku kisurnar mínar.


Kær kveðja til dýravina.


 


Sigríður Heiðberg formaður.