Þyrnir minn er búinn að kveðja.

8 Mar, 2009

Kæru vinur. Nú er hann þyrnir minn búin að kveðja . Hann var svæfður af dýralækni athvarfsins 6 febrúar sl.


 


Hann var 15 ára gamall af kyni Síams. Hann fæddist á Laufásveginum, móðir hans var Salka Valka og faðir hans Ástríkur.


 


Móðir hans kom í athvarfið 3 mánaða gömul og tók ég hana að mér. Á kveðjustundu langar mig að minnast hans og þakka honum samfylgdina.  


 


Þyrnir var mjög ljúfur en viðkvæmur.


Það er nú svo þegar kemur að kveðjustund þá er  margs að minnast og við dýravinir grátum dýrin okkar.


 


Getum við sagt öllum að við grátum dýrin okkar ?


Ég held ekki. 


 


Við skulum samt vera þess minnug að þeir sem  missa ,finnst gott að fá faðmlag  frá vini sem skilur mann.


 


Mér finnst gott að fá að deila þessu með ykkur, ég veit að þið skiljið mig.


 


 


Takk fyrir allt kisustrákurinn minn . Guð blessi minningu þína.


Þín mamma Sigga.