Svartur og hvítur loðinn kisustrákur var fjarlægður af heimili vegna vanrækslu og kom í Kattholt 14. febrúar 2007. Hann var mjög horaður, litla skinnið við komuna í Kattholt og þurfti að leggja hann inn á Dýraspítalann í Víðidal vegna veikinda. Þar barðist hann fyrir lífi sínu í nokkra daga, en með hjálp lækna braggaðist hann og kom aftur í Kattholt. Eftir nokkra vikna umönnun í athvarfinu var hann orðinn nógu hraustur til að flytja á nýtt og kærleiksríkt heimili sem beið hans. Myndin sýnir Zorro í fangi fjölskyldu sinnar. Sjúkrasjóðurinn Nótt greiðir sjúkrakostnaðinn.