Tumi eignast nýja fjölskyldu.

12 apr, 2007

Sæl öll saman.

 

 

 

Ég kom til ykkar þann 19. mars 2007 og fékk hjá ykkur lítinn sætan gulbröndóttan og hvítan kisustrák. Ég var heppin að fá hann því hann hafði verið frátekinn, en sá sem ætlaði að taka hann hætti við einmitt þegar við komum og skoðuðum kisurnar hjá ykkur.

 

 

 Hann fékk nafnið Tumi.  Fyrstu dagana var hann reyndar svolítið kvefaður og þurfti svo að fara til dýralæknis að fá fúkkalyf því hann varð svo stíflaður.  Eftir nokkra daga fór Tumi litli svo að hressast, og þá fór hann að sýna sitt rétta andlit.

 

 

 Núna leikur hann sér daginn út og inn en er alltaf samt til í að kúra á milli. Hann malar stanslaust 🙂 Um páskana fór hann í ferðalag með okkur í sveitina og gekk það mjög vel, enda er hann innikisa. En mikið var nú samt gott að koma heim.

 

 

Við erum rosalega ánægð með hann Tuma okkar og viljum þakka ykkur kærlega fyrir.

 

 

Kær kveðja,

 

 

Þórunn, Halli og Tumi