Yndislegur ungur högni kemur í Kattholt

17 okt, 2009

Gulbröndóttur og hvítur ungur högni fannst slasaðurí Mosfellsbæ.

 

Fluttur á dýraspítalann í Víðidal til skoðunnar.

 

 

Tekin var röngenmynd af litla skinninu og reyndist hann mjaðmagrindarbrotinn.

 

 

Fluttur í Kattholt 16. október og verður hann að vera í búri um 1 mánuð.

 

 

Hann er ljúfur og góður og tekur veikindum sínum af æðruleysi.

 

Velkomin í skjól elsku vinur.

 

 

Kær kveðja til dýravina.

 

Sigríður Heiðberg formaður.