Skuggi og fjölskylda senda kveðju og þakklæti í Kattholt.

19 okt, 2009

Sæl Sigríður og annað starfsfólk Kattholts.


Mig langar það þakka þér innilega fyrir hjálpina við að finna hann Skugga minn.


Með ykkar hjálp og hennar Þórhildar á Austurgötunni í Hafnarfirði náðum við heimta litla vininn okkar heim.

 

Hann var orðinn ansi ráðvilltur og horaður þegar hann fannst og hefði örugglega ekki haft það af marga daga í viðbót.

 


Nú hefur hann náð fyrri þyngd og hefur það alveg rosalega gott hjá okkur á Hvammabrautinni og hefur engan áhuga á að kíkja út.

 

Hann fékk örugglega alveg nóg af harkinu og hinu vilta lífi á þessum þrem vikum sem hann var týndur. 

 

Ég fæ bara ekki nóg af því að horfa á kisann minn,,klappa honum…tala við hann…þakka í huganum fyrir að hann sé hjá mér…og að  til sé fólk eins og þið.


Guði sé lof fyrir fólk eins og ykkur…án ykkar Þórhildar hefði Skuggi minn aldrei fundist.

  

Takk og aftur TAKK!
bestu kisukveðjur.
Baldvina