Yndisleg kisubörn.

8 jan, 2008

Þrílit læða fannst við Lindarbraut á Seltjarnarnesi Hún hafði haldið sig undir sólpalli við húsið.  


Einn daginn kom hún með 1 kettling með sér en fór alltaf undir pallinn aftur.


25.október kom hún í Kattholt og unglingurinn með henni, sem reyndist viltur og var svæfður af dýralækni eftir töluverðan tíma hér í Kattholti.


Fjótlega kom í ljós að læðan var kettlingafull og var strax auglýst eftir fósturmóður til að taka hana til sín og hjálpa henni með kettlingana.


Það er mjög erfitt í athvarfinu að ala upp kettlinga.


Kristín fósturmóðir sendi okkur þessa fallegu mynd af kisubörnunum.  Þeir fara inn á ný heimili í febrúar frá Kattholti, örmerktir.


Það er gott að vita af dýravinum.


Kær kveðja.


Sigga.