Ljúfur og Glóey styrkja hvort annað í erfileikum sínum.
Svartur og hvítur högni fannst slasaður í apríl 2006 og fluttur á Dýraspítalann í Víðidal
.
Við skoðun kom í ljós að hann var mjaðmagrindarbrotinn og varð að vera í búri í 6 vikur.
Hann kom í Kattholt 27.apríl 2006.
Enginn spurði eftir honum. Sú ákvörðun var tekin að láta hann lifa.
Sjúkrasjóðurinn Nótt greiddi lækniskostnað.
Hann var skýrður Ljúfur.
Bröndótt og hvít og gul læða fannst við Klukkurima í Reykjavík. Kom í Kattholt 29.september
2006.
Hún var skýrð Glóey.
Mikið getum við lært af dýrunum okkar.
Kær kveðja
Sigríður Heiðberg formaður.