Bernharð Laxdal dýralæknir og starfsmaður Vistor hf. færði Kattholti nú á dögunum örmerkjaaflestrartæki en ný reglurgerð um kattahald í Reykjavík fer fram á að eigendur örmerki ketti sína. Vistor flytur meðal annars inn lyf, smitvarnarefni og fóður fyrir gæludýr ásamt örmerkjum og aflestratækjum. “Við dáumst að þessu óeigingjarna starfi sem unnið er í Kattholti”, segir Bernharð.


“Nýjar reglugerðir sveitarfélagana um dýrahald hafa verið í auknum mæli að taka mið af þessari nútíma merkingatækni sem örmerkingin er. Með örmerkingunni eykst öryggi dýraeigandans því ef dýrið tapast þá er hægt að koma því til skila auk þess sem slík einstaklingmerking eykgur væntanlega ábyrgðarvitund dýraeigenda”.


Meðfylgjandi mynd: Sigríður Heiðberg hjá Kattholti tekur við alfesaranum úr hendi Bernharðs Laxdal hjá Vistor hf. Með honum er hægt að lesa örmerki í eyrum kattana.


Greint frá í Morgunblaðinu
Ljósmyndari: Þorkell