Vilt þú hjálpa mér?

30 Jan, 2018

Kattavinafélag Íslands rekur Kattholt sem er athvarf fyrir kisur sem villst hafa að heiman eða verið yfirgefnar af eigendum.
Kattholt veitir kisunum húsaskjól og umönnun á meðan reynt er að hafa upp á eigendum þeirra eða finna þeim nýtt heimili.
Félagið starfrækir einnig kattahótel, sem fjölmargir kattaeigendur nýta sér til að hafa kisurnar sínar i öryggi á meðan þeir fara í frí.
Mikið og óeigingjarnt starf er unnið í þágu kattanna, sem kostar mikla fjármuni.
Allur aðbúnaður er samkvæmt ítrustu kröfum og reglum um dýraathvörf. Í Kattholti eru að jafnaði 6 starfsmenn á launum, auk mikilvægra sjálfboðaliða.

Gjalddagi félagsgjalds 2018 er 1.maí n.k.
Vertu velkomin í hópinn!