Vestmann þakkar fyrir sig.

24 maí, 2008


Vestmann var svæfður vegna mikilla veikinda.


 


Allt var gert til að bjarga lífi hans.


 


Til stóð að fjærlægja  augað .


 


Sjúkrasjóðurinn Nótt myndi greiða aðgerðina.


 


Yndisleg hjón vildu  taka hann að sér og veita honum ást og öryggi og gáfu honum nafnið Vestmann. 


 


Dýralæknir Kattholts  taldi rétt að svæfa hann og binda endi á þjáningar hans.


 


Ég hlýddi þeim dómi.   


 


Verkefnin eru mörg hér í Kattholti og ekki þýðir að nema staðar, þó  stundum  reyni mikið á mannsálina.


 


Við þökkum Vestmann  fyrir alla hans hlýju og ég veit að hann þakkar fyrir sig.


 


Kveðja Sigga.


 


 


 


 


 


 


Grár og hvítur högni kom 7. apríl 2008 með Herjólfi frá Vestmannaeyjum.


 


Talið er að hann hafi verið yfirgefin af eiganda sínum fyrir 3 mánuðum.


Dýravinir hafa gefið honum að borða. 


 


Hann er mjög ljúfur og elskulegur. Hann á skilið að fá gott heimili þar sem hann er elskaður.


 


Ég hugsa til  þeirra sem ruddu leiðina sem varð til þess að Kattholt varð að veruleika.


 


Velkominn í Kattholt kæri vinur.


Kær kveðja.


Sigga.