Sæl Sigríður,
Við komum til þín um daginn með Sússu tengdamömmu minni og fengum hann Tígra hjá þér og mig langaði til þess að segja þér frá því hvernig dvöl hans er hingað til.
Hann er hvers manns hugljúfi, hefu ákaflega gaman að því að leika sér hleypur og hoppar og skoppar um allt.
Hann.er farin að hlaupa eins og ekkert sé upp á aðra hæð, þess á
milli kúrir hann hjá okkur og malar.
Hann félagslyndur og er fljótur að koma til okkar ef við færum okkur úr stað en stundum finnst honum lika fínt að kúra undir sófa í ró og næði.
Hann borðar og drekkur vel, fyrstu 2 dagana pissaði hann í eldhúshorninu, en við gátum snúið því og gerir hann nú allar sýnar þarfir í kassann,
Við þökkum fyrir okkur.
Kær kveðja Tígrí og allt heimilsfólkið að Laufrima 13