Velgjörðamaður Kattholts vill styrkja athvarfið.

20 ágú, 2009

Ég hef ákveðið að skokka 10 km í Reykjavíkurmaraþoni


Íslandsbanka sem fram fer þann 22. ágúst næstkomandi.


Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta


safnað áheitum til styrktar góðra málefna og nú skora ég á


þig að heita á mig.


 


Eins og undanfarin ár hef ákveðið að hlaupa fyrir Kattavinafélag


Íslands sem rekur Kattholt. Kattholt er athvarf fyrir


heimilislausa ketti og er fjármagnað   


að mestu með frjálsu framlagi frá kattavinum.


 


Tugir katta í leit að nýju heimili dvelja í Kattholti að jafnaði og  


það kostar


sitt að reka athvarrfið.


 


 Nánari


upplýsingar um Kattholt má finna á heimasíðu félagsins,


www.kattholt.is


 


Ef þú vilt heita á mig og styrkja með því starfið í Kattholti


geturðu skráð áheitin hér:


 


https://www.marathon.is/pages/aheiteinstaklinga/?


prm_participant_id=38534&prm_action=2


 


Kærar þakkir!


Marteinn Tryggvason Tausen