Skýrslan um kisuna.
Svartur og hvítur 6 mánaða högni fannst við Svarthamra í Reykjavík. Kom í Kattholt 2. september sl.
Hann er þreyttur, ómerktur. ógeltur, óhreinn,horaður, hefur sofið út í garði. Dýravinir tóku hann inn í nótt. 15. september tóku þeir hann að sér.
Hann veiktist aftur af kvefi og fluttur á Dýraspítalann í Víðidal. Allt var gert til að bjarga lífi hans . Svo langt var hann leiddur af veikindum sínum að hann var svæfður 27. september sl.
Þrautum hans er lokið. Við sem komum að þessu sorglega atviki erum samt þakklát fyrir að allt var gert til að bjarga lífí hans.
Þessi atburður minnir mig samt á hvað kisurnar okkar mega líða . Hvernig væri ástandið hér ef ekkert Kattholt væri til. Sorg er í hjarta mínum, en starfið heldur áfram til blessunar fyrir dýrin okkar.
Enn og aftur blessa ég það fólk sem hafði kjark og þor til að stofna Kattavinafélag Íslands.
Sjúkrasjóðurinn Nótt mun greiða kostnaðinn.
.
Kær kveðja .