Íbúar á svæðinu nál. Laugavegi 170-174, Túnum, Hlemmi og Holtum og jafnvel víðar.
Abú kisi er týndur. Hann er grábröndóttur hvítur undir höku og bringu og á maga og fótum. Abú á heima í Eyjabakka 8 109, Breiðholti og hoppaði upp í skottið á bíl þar hjá nágranna. Nágranninn komst að því þegar hann opnaði skottið hjá Heklu við Laugaveg, kisi stökk út og stefndi í átt að Hlemmi. Þetta var klukkan 13:00 að degi til f. rúmri viku síðan. Abú átti einu sinni heima í Nóatúni 30 og gætir mögulega rambað þangað. Hann er mjög gæfur, svarar nafni, er með ól og bjöllu og er örmerktur. Abú á systur sem heitir Jasmín og hún saknar hans óendanlega mikið, leitar og leitar og skilur ekkert í hvað varð um hann. verið svo elskulega að kíkja eftir Abú. Símar eiganda: Heiðdís: 8487407 og Stefán Karl: 661 3113 Það má líka láta vita í Kattholt í s: 567 2909 eða 699 4030