Týndur í tíu mánuði

24 apr, 2013

 
 
Ef óskilaköttur finnst og kemur í Kattholt er athugað hvort hann sé örmerktur. Ef svo reynist er haft samband við eiganda. Því miður eru fæstir kattanna merktir og því ekki vitað hver eigandi er.
Föstudaginn, 19. apríl s.l. kom rennandi blautur og hræddur köttur í Kattholt. Kom í ljós að kötturinn(Cobra) var örmerktur og hafði verið týndur í tíu mánuði. Eigandinn hafði sett hann í pössun í júní í fyrra, þar sem hann týndist og fannst ekki þótt mikið væri leitað. Sem betur fer var nýbúið að örmerkja og gelda hann og því auðvelt að finna eigandann.
Fyrir stuttu komst köttur heim til sín sem hafði verið týndur í fjögur ár. Sá köttur var eyrnamerktur.