Rósa týndist fyrir þremur árum. Fyrir skömmu sá Végeir mynd af óskilaketti sem líktist Rósu á facebook síðu okkar. Végeir hafði samband og kom í ljós að þarna var hin eina sanna Rósa komin í leitirnar. Rósa er með frostbitin eyru og flæktan feld en að öðru leyti vel haldin. Það er full ástæða fyrir eigendur týndra katta að halda í vonina.