Haustsýning Kynjakatta

30 sep, 2014

Við látum okkur að sjálfsögðu ekki vanta á haustsýningu Kynjakatta um næstu helgi. Við verðum með bás á laugardeginum og bjóðum upp á spjall og fræðslu um allt tengt starfseminni. Á staðnum verður hægt að skrá sig í Kattavinafélagið. Við verðum með fallegan söluvarning á boðstólnum til styrktar Kattholti. Meðal annars þessa glæsilegu boli sem eru sýndir á myndunum. Við eigum þá í ýmsum stærðum, sniðum og litum. Nánari upplýsingar um kattasýninguna eru inn á heimasíðu Kynjakatta.