|
|
Það var í lok júní að við komum til vinnu og sáum að gluggi hefði verið spenntur upp í veikindaherberginu þar sem við meðhöndlum veikar kisur. Okkur til skelfingar sáum við strax að það vantaði eina læðu.
Hún hafði komist út um gluggann og þrátt fyrir mikla leit sást ekkert til hennar.
Sjö mánuðum seinna, þ.e.a.s í gær, heyrði ég mjálmað fyrir utan gluggann, lít út og hvað sé ég? Er hún ekki mætt aftur, stendur þarna undir glugganum og vill komast inn.
Það voru fagnaðarfundir þegar hún stökk næstum í fang mér, nuddaði sér framan í mig og malaði þessi ósköp eins og hún væri að biðjast afsökunar á að hafa verið týnd svona lengi.
Velkomin heim aftur, dúllan mín.
Kveðja Elín