Minningargjöf

18 jan, 2011











Felix er við komu í Kattholt, nýrakaður því að feldur var hræðilegur.




Felix er þegar Eygló var búin að ættleiða hann.




Eygló Guðjónsdóttir færði kisunum í Kattholti tvö útvörp til minningar um köttinn Felix sem hún ættleiddi frá Kattholti.


Þetta var mjög ljúfur og góður kisi sem hafði átt erfitt áður en hann fór til hennar.
 
Minningargjöf
Þessi útvarpstæki eru gjöf til íbúa Kattholts til minningar um Felix okkar, sem við fengum í ágúst 2009.
Felix dó 30 nóvember 2010 og við söknum hans mikið. Hann var yndislegur kisi, einstaklega blíður og góður. Þrátt fyrir að hafa lent í miklum hremmingum áður en honum var bjargað í Kattholt.


Við vonum að raddir og ljúf tónlist úr þessum tækjum létti lund og skapi notalegheit fyrir kisurnar á meðan þær bíða eftir góðum eigendum.


Með bestu óskum og þakklæti fyrir starfsemina í Kattholti.
Eygló og Magnús.