Tombóla til styrktar Kattholti

7 jan, 2013

Í fyrrasumar sátu fjórar stúlkur fyrir framan Melabúðina við Hofsvallagötu og seldu ýmsan varning til styrktar Kattholti. Á öðrum degi nýja ársins mættu þær færandi hendi í Kattholt með afraksturinn, 9000 krónur og var þessi mynd af þeim tekin við það tækifæri. Kattavinafélag Íslands þakkar þeim innilega fyrir hugulsemina og það gleður okkur að vita að sífellt stækkandi hópur barna og unglinga er meðvitaður um að hver króna sem safnast fyrir Kattholt léttir okkur rekstur þess. Innilegar þakkir Fanney Xiao Comte, Þorbjörg Edda Valdimarsdóttir, Freyja Birgisdóttir og Guðlaug Eva Albertsdóttir! Við óskum ykkur gleðilegs nýárs og gæfu í framtíðinni.